Bókin

Um Bókina

Það kemur saga út úr mér er kennsluhandbók í lestri. Bókin er ætluð öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að læsi barna. Í bókinni eru leiðbeiningar og skýringar á hvernig aðferðinni sem byggt er á skuli beitt. Aðferðin sem unnið er eftir hefur á Íslandi verið nefnd Hljóðlestraraðferð. Ísak Jónsson skólastjóri innleiddi aðferðina hér á landi árið 1926 eftir að hafa numið sjálfur í Svíþjóð.

Höfundur bókarinnar Herdís Egilsdóttir kennari og rithöfundur hefur kennt mörg hundruð börnum að lesa með þessari aðferð á þeim 45 árum sem hún kenndi við Skóla Ísaks. 

Í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar og skýringar. Einnig allur sá efniviður sem kennarinn þarfnast til lestrarkennslunnar. Það eru hljóðsögur með hverjum staf og myndir, spurningar tengdar hljóðsögunni og hugmyndir að því hvernig best er að ræða við börnin og gera námið að skemmtilegum leik. Vísur um hvern staf sem gaman er að syngja og stutt lesdæmi.

Tilgangur vefsíðunnar

Vefsíðan læsi.is inniheldur stafaspjöldin og er fyrst og fremst ætluð til þess að varpa myndunum með hljóðsögunum upp á töflu, í sjónvarpið heima, simann, spjaldtölvuna, þ.e. það tæki sem er tiltækt hverju sinni. Auðvitað geta myndirnar í bókinni þjónað sama hlutverki ef verið er að vinna með einu barni – en hitt getur verið þægilegt og raunar nauðsynlegt þegar fleiri börnum er kennt í einu.

Lagið við vísurnar er spilað á vefsíðunni til að við sem ekki lesum nótur getum lært lagið til að syngja það með börnunum. Nóturnar við lagið eru í bókinni. Einnig er hægt að kaupa bókina héðan af síðunni og fá hana senda heim – Þannig ættu allir að geta nálgast hana án fyrirhafnar.

Það er hægt að skrá sig á póstlista hér á síðunni og þar er verið að hugsa til framtíðar – til dæmis þegar við getum boðið upp á léttar lesæfingar, hvort sem það væri til útprentunar endurgjaldslaust eða léttlestrarbækur sem hægt væri að kaupa. Á síðunni eru nokkur innslög frá fyrirlestrum höfundar um læsi, annars vegar í HR haustið 2015 og hins vegar í Gerðubergi ætlað kennurum hjá Reykjavíkurborg.

Þessi innslög eru ætluð til að leggja áherslu hvernig gott er að bera sig að, hvað er áríðandi o.s.frv.

Vefsíðan er öllum opin en nýtist ekki nema efni bókarinnar sé með í för.

Stafaspjöld

Bókinni fylgja stafaspjöld í stærð A5. Á hverju spjaldi er mynd sem tengist hljóðsögunni og tákn stafsins, þ.e. stafurinn sjálfur, bæði stóri og litli.

Þessi spjöld eru hengd upp hvert af öðru þegar stafurinn hefur verið kenndur og síðan er litið eftir þeim á veggnum daglega og rifjað um með nemendum/nemanda hvað stafurinn segir og hvað hann heitir.

Spjöldin eru skrautleg og í lit.

Dæmi um stafaspjöld á vegg

Vísur

Í bókinni eru vísur um hvern og einn staf.

Sögur

Í bókinni eru sögur um hvern og einn staf.

saga

Myndir

Í bókinni eru myndir um hvern og einn staf.

mynd

Léttlestraræfingar

Léttlestrartextar skiptast niður í 4 flokka.

mynd

Herdís Egilsdóttir

Herdís Egilsdóttir kennari, útskrifaðist 18 ára gömul úr Kennaraskólanum sem þá var, að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf strax störf við Skóla Ísaks Jónssonar og kenndi þar í 45 ár.

Ísak kenndi þá við Kennaraskólann, m.a. þá kennsluaðferð í lestri sem hann hafði kynnst í Svíþjóð, aðferð sem allar götur síðan hefur verið kölluð Hljóðlestraraðferðin.

Herdís lærði hjá Ísaki og hefur kennt ungum börnum hundruðum saman að lesa á sínum ferli. Í þessari bók gerir hún grein fyrir því hvernig aðferðin er byggð upp og hvað þarf til, til að geta nýtt sér hana í kennslu – hvort sem er með heilum bekkjardeildum eða einstaklingum.

X