Við fögnum útgáfu kennsluhandbókar í lestri eftir Herdísi Egilsdóttur „Það kemur SAGA út úr mér! – einnig opnum við formlega vefsíðu bókarinnar. Léttar veitingar í boði. Sjáumst kát og hress miðvikudaginn 12. Október kl 16.00.
Bókin er komin út og við erum virkilega ánægð með útkomuna. Verið er að dreifa henni í helstu bókaverslanir en hún verður alltaf á besta verði hér á læsi.is
Það kemur SAGA út úr mér! er kennsluhandbók í lestri. Bókin er ætluð öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að læsi barna.
Tilgangur vefsíðunnar
Vefsíðan læsi.is inniheldur stafaspjöldin og er fyrst og fremst ætluð til þess að varpa myndunum með hljóðsögunum upp á töflu, í sjónvarpið heima, simann, spjaldtölvuna, þ.e. það tæki sem er tiltækt hverju sinni.
Stafaspjöld
Bókinni fylgja stafaspjöld í stærð A5. Á hverju spjaldi er mynd sem tengist hljóðsögunni og tákni stafsins, þ.e. stafurinn sjálfur, bæði stóri og litli.
Upprifjun
Gott er að hengja upp spjöldin hvert af öðru eftir að hver stafur hefur verið kenndur og síðan er litið eftir þeim á veggnum daglega og rifjað um með nemendum/nemanda hvað stafurinn segir og hvað hann heitir.
Hvað er í boði
Bókin | Stafaspjöld | Vefsíðan
HVAR ER HÆGT AÐ NÁLGAST BÓKINA 1
Tilgangur spjaldanna 2
Tilgangur vefsíðunnar 3
Hvar er hægt að nálgast bókina?
Bókin verður til sölu í öllum helstu bókaverslunum landsins, en einnig er hægt að panta hana hjá okkur í síma 7722408 og 7748896.
Tilgangur spjaldanna
Er að börnin hafi fyrir augunum stafi sem þau eru búin að læra og rifja upp daglega hljóðið þeirra og heiti. Stafaspjöldin eru hengd upp á vegg hvert af öðru þegar stafurinn hefur verið kenndur.
Tilgangur vefsíðunnar
Er fyrst og fremst að hægt sé að varpa myndunum með hljóðsögunum upp á töflu, í sjónvarpið heima, símann, spjaldtölvuna, þ.e. það tæki sem er tiltækt hverju sinni.
Smelltu á spila
Lagið við vísurnar
Hljóðlestraraðferðin er gömul, en hún verður aldrei gamaldags!