Blog

Útgáfuhóf


Útgáfuhóf

Við fögnum útgáfu kennsluhandbókar í lestri eftir Herdísi Egilsdóttur „Það kemur SAGA út úr mér! – einnig opnum við formlega vefsíðu bókarinnar. Léttar veitingar í boði. Sjáumst kát og hress miðvikudaginn 12. Október kl 16.00.

„Að kunna að lesa er eitt mikilvægasta veganesti sem hver einstaklingur getur öðlast.
Að læra að lesa í gegnum leik og gleði nær vel til ungra barna því þau eru svo opin og tilbúin að nema!“ segir Herdís Egilsdóttir höfundur kennsluhandbókarinnar „Það kemur SAGA út úr mér!“

Útgáfuhófið verður haldið á Bókasafni Seltjarnarness, nánar tiltekið í sal Gallerí Gróttu

  • Miðvikudaginn 12. Október kl 16:00.
  • Léttar veitingar í boði.
  • Vefsíðan verður formlega opnuð.

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Related Posts
X